Störf í boði


Almenn umsókn um starf við umönnun hjá Hrafnistu


Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn um starf hjá Hrafnistu.  Ef þú vilt starf á ákveðnum stað (Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,Garðabæ eða Reykjanesbæ) eða sækir um ákveðið starfshlutfall eru reitir fyrir það í forminu. 


Sumarstörf hjá Hrafnistu árið 2018


Sumarstarfsfólk óskast til starfa hjá Hrafnistu Hafnarfirði, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og í Reykjanesbæ. 


Hjúkrunarfræðingur fyrir Hrafnistu - starfshlutfall samkomulagsatriði


Við leitum að hjúkrunarfræðingum fyrir Hrafnistuheimilin. Starfshlutfallið er samkomulagsatriði og sveigjanleiki í boði.  Okkur langar mikið að heyra frá þér og ekki hika við að hafa samband.  Hrafnistuheimilin eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ.  


Hjúkrunarfræðinemar og læknisfræðinemar - sumarstörf 2018


Getum bætt við hjúkrunar- og læknanemum í okkar frábæra starfsmannahóp á Hrafnistu. 


Ný og spennandi staða sjúkraliða. (nr.214)


Hrafnista í Kópavogi leitar að áhugasömum sjúkraliða með sérnám sem stendur vaktir með hjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarfræðing á bakvakt. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.


Spennandi störf fyrir sjúkraliða - Hrafnista


Við leitum að sjúkraliðum fyrir öll Hrafnistuheimilin. Starfshlufall er samningsatriði.  Hafðu endilega samband og við finnum góða lausn saman.  


Sumarstarf - starf í félagsstarfi og sjúkraþjálfun


Starfið hentar vel fyrir iðju- eða sjúkraþjálfanema eða nema í félags- og tómstundafræði. Einnig kemur til greina aðili sem er ekki nemi í þessum fögum sem er mjög opinn, hugmyndaríkur og getur leitt og stjórnað hóp af fólki í tómstundastarfi. 

Vinnutíminn er kl. frá 9-15 eða 9:15-15:15 alla virka daga

Starfið er 80% og er í  6-8 vikur, frá júní og fram yfir verslunarmannahelgi. Þetta skiptist ca þannig að 60-65% staðan tilheyrir félagsstarfinu og ca 15% sjúkraþjálfuninni.

 

Umsóknarfrestur til og með 11. mars 2018

Sumarstarf - Sjúkraliði, þroskaþjálfi eða sambærileg menntun


Við leitum að sjúkraliða, þroskaþjálfa, B.A sálfræði, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, félagsliða eða aðila með sambærilega menntun til afleysinga í sumar í dagþjálfun Hrafnistu Reykjavík.  Einnig kemur til greina aðili sem er langt kominn með námið. 

 Unnið er frá kl. 8 til 16.

Umsóknarfrestur til og með 11. mars 2018

Hlutastörf með skóla


Við leitum að áhugasömum námsmönnum frá 17 ára aldri til hlutastarfa hjá Hrafnistu.  Þetta eru störf frá 15% til 50%.  Ýmislegt er í boði en algengast er önnur hver helgi.